Við hjá //JÖKULÁ gerum allt til að hjálpa þér við að koma þinni vöru og þjónustu á framfæri.
Við hönnum, forritum, gerum hreyfimyndir, veitum ráðgjöf og allt annað það sem þarf til að kynna þig.

//Okkar sérhæfing
Ímyndarhönnun

Mikilvægt er að fyrirtæki hafi heildræna hönnun og skapi með sér ímynd með þeim hætti. Við sérhæfum okkur í að skapa heildræna ímynd fyrir fyrirtæki stór sem smá.

Hvað gerum við?
//Okkar loforð
Ekkert of stórt

Við tökum að okkur allskyns verkefni og finnum lausnir fyrir fyrirtæki, hvort sem það er að hanna smáa auglýsingu eða gera mikinn og flókinn vef. Hvert verkefni er einstakt.

Okkar þjónusta
//Nýsköpun
Stuðningur við frumkvöðla

Við hjálpum nýjum fyrirtækjum að fá faglegt heildarútlit, við bjóðum uppá heildarpakka
fyrir ný fyrirtæki á sérstaklega góðu verði.


Taktu skrefið
Okkar þjónusta
Hönnun

Hvort sem það er sjónvarpsgrafík eða heilsíðuauglýsing þá hönnum við það. Við bjóðum alhliða lausnir á öllum sviðum.

 • Auglýsingar
 • Bréfsefni
 • Markaðsefni
 • Kennimerki - Logo
Veflausnir

Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að vera með vefsíðu sem skilar árangri. Vertu sýnilegri á vefnum.

 • Vefhönnun
 • Forritun
 • Notendaviðmót
 • Smáforrit (e. App)
Markaðssetning á netinu

Netið er ekki bóla sem er að fara springa! Netið er furðu skemmtilegt fyrirbæri og möguleikarnir eru endalausir.

 • Netauglýsingar
 • Leitarvélabestun
 • Samfélagsmiðlar
 • Blogg
Kynningarmyndbönd

Viltu sprengingar eða eldflaugar í myndbandið þitt? Eða kannski bara teiknað frá grunni? Ekkert mál, hafðu samband.

 • Myndbönd
 • Hreyfimyndahönnun
 • Þrívíddarhönnun
 • Klipping og eftirvinnsla
Project Image
Firmamerki

Við elskum að
hjálpa fyrirtækjum að móta andlit sitt

Project Image
Vefsíðulausnir

Við hugsum í lausnum
þegar það kemur að vefsíðum

Project Image
Auglýsingar

Stórar sem smáar,
Stafrænar eða prentaðar!

Project Image
Grafísk myndbönd

Tæknibrellur? eða bara hreyfanleg grafík

Slide Background

Ekki enn sannfærð/ur?

Má ekki bara bjóða þér í kaffi og fara yfir málin?
Teymið okkar
team member

Björgvin Pétur

Hönnun

Crossfittari af líkama og sál. Elskar að ferðast, bjó og sótti nám í Hollywood áður en hann hóf störf við //JÖKULÁ. Björgvin hefur unnið með stórfyrirtækjum úti í heimi á borð við Zedge og Bloomberg. Björgvin segist vera sá „massaðasti“ í fyrirtækinu.

team member

Sigtryggur

Daglegur rekstur

Menntaður viðskiptalögfræðingur með afburðakunnáttu í forritun, átti einu sinni flatbökustað í Lundúnum, þarf að segja eitthvað meira? Sigtryggur hefur einnig reynslu af markaðsstarfi, auk þess siglir hann smábát á sumrin ef veður leyfir.

team member

Svenni Dal

Forritun

Rokkstjarna í forritun sem sér um alla kóðun fyrir //JÖKULÁ. Svenni Dal er einnig atvinnukafari sem getur leyst rubix cube í 40 metra dýpi á innan við tveimur mínútum.

team member

Sæunn Tamar

Samfélagsmiðlar / Markaðsstarf

Sæunn er snillingurinn hjá Jökulá, fyrir utan það að vera með BS í Viðskiptafræði þá er hún með meðfædda teiknihæfileika og heldur úti sinni eigin listasíðu TamarArt. Sæunn er með vinnuvélaréttindi og má segja að hún kalli ekki allt mömmu sína.

Hafa samband

Erum við ekki öll komin yfir faxtækið? Sendu okkur línu og við munum svara innan skamms.

Hvort sem þú vilt tala um komandi verkefni eða bara hitta okkur í kaffisopa þá geturðu sent stafrænt reykmerki, hringt eða sent okkur skilaboð.

+354 775 1977
reykmerki@jokula.is
Suðurlandsbraut 22,
108 Reykjavík