Tilbaka

FÍT Verðlaunin

Ánægjuleg viðurkenning fyrir //JÖKULÁ! Nú fyrir skemmstu bar //JÖKULÁ sigur úr býtum í FÍT keppninni um hönnun firmamerkja. FÍT keppnin er haldin árlega af Félagi íslenskra teiknara og hún er eina keppnin á Íslandi þar sem menn reyna fyrir sér í grafískri hönnun. Keppt er um það besta í grafískri hönnun og myndskreytingum á Íslandi. //JÖKULÁ sendi inn firmamerkið A - Z hannað af Björgvini Pétri Sigurjónssyni. Firmamerkið hlaut fyrsta sæti og höfðu dómarar þetta að segja um verkið:
Firmamerki: ,,Góð og einföld hugmynd og áreynslulaus útfærsla”

Umsögn dómara:

Góð og einföld hugmynd og áreynslulaus útfærsla.

Fara efst á síðu