Tilbaka

//JÖKULÁ - firmamerki

Ári áður en rekstur //JÖKULÁ hófst formlega, fórum við að huga að eigin ímynd. Nafnið Jökulá varð fyrir valinu, en okkur fannst nafnið vera góð, en samt dulin, myndlíking við starfsemina. Jökulár breyta landslaginu, bæði jöklum og landi. Til viðbótar hafa jökulár rík áhrif á lífríki hafsins og áa. Með jökulám flyst jökulaur sem hefur áhrif á frumframleiðslu sjávar og þar með líf. Myndlíkingin felur í sér starfsemi félagsins, það er breytingar og sköpun á ímynd fyrirtækja. Auk þess er það markmið félagsins að gefa viðskiptavinum betri stoðir til að auka möguleika sína á að halda velli og lífi á markaði, líkt og jökulár gefa aukna möguleika á lífi í sjó og ám.

Svona varð "barnið" til

Fyrstu skissur af firmamerkinu

Eftir fjölmargar tilraunir og útfærslur á firmamerki varð merkið til. Línurnar tvær í merkinu standa fyrir árbakka, en á milli línanna rennur jökulá. Merkið er aðallega notað í hvítu á bláum flöt, en hvíti liturinn er merking fyrir jökul og blái fyrir vatn. Í því felst að árbakkarnir tveir eru merki um jökul og á milli rennur á.

//JÖKULÁ

Hér má sjá myndband af þróun firmamerkisins

Línurnar tvær þýða einnig „athugasemd“ á hinum ýmsu forritunarmálum. Þetta hefur tvíþætta tengingu í rekstur fyrirtækisins, annars vegar tengingu í þátt starfseminnar sem snýr að forritun og vefsíðugerð og hins vegar í þáttinn sem snýr að ráðgjöf.

Fara efst á síðu