TILBAKA

Fyrra verkefni Næsta verkefni

LAGNAVIÐGERÐIR

Fyrirtækið Propipe kom til okkar með það verkefni að hressa uppá ímynd sína. Við sköpuðum fyrirtækinu nýtt nafn, útfærðum heildarímynd þess, hönnuðum firmamerki, gerðum vefsíðu, uppfærðum útlit á samfélagsmiðla og allt þar á milli. Fyrirtækið fékk nafnið Lagnaviðgerðir. Nafnið er lýsandi fyrir starfsemi fyrirtækisins, einfalt og leitavélarvænt. Hugmyndin á bak við firmamerkið er sú að rauða línan merkir bilaða lögn og blái liturinn viðgerðina á lögninni. Viðgerðin fær bláan lit, en blár litur merkir traust, en treysta má Lagnaviðgerðum til að ganga vel frá verki.

Fara efst á síðu