Tilbaka

Upphafið

//JÖKULÁ er ungt fyrirtæki með stórt hjarta. Félagið byrjaði á samstarfi Björgvins Péturs, grafísks hönnuðar og Sigtryggs Arnþórssonar, viðskiptalögfræðings. Björgvin sá um hönnun og Sigtryggur sá um uppsetningu á vefsíðum og viðskiptatengdum verkefnum. Samstarfið gekk vel og var því látið reyna á frekara samstarf og til varð //JÖKULÁ. Fljótlega varð ljóst að í teymið vantaði lærðan og vanan forritara. Þá kom Sveinn Dal til sögunnar og gekk til liðs við hópinn. Í dag samanstendur fyrirtækið af fjölbreyttu fagfólki sem er vel í stakk búið til að takast á við fjölbreytt verkefni, hvort heldur sem eru stór eða lítil. Hér starfa grafískir hönnuðir, tölvunarfræðingar, lögfræðingur og viðskiptafræðingur. Semsagt skemmtilegur kokteill!

Stofnendur //Jökulá

Björgvin Pétur Sigurjónsson og Sigtryggur Arnþórsson

“Algjörlega frábær stofa. Fersk, flott og umfram allt yfirmáta fagleg en þó ekki of formleg.Fullkomin og kvikk þjónusta. Frábær samskipti við hönnuð og tengilið og útkoman algjörlega stórglæsileg eftir mjög stuttan tíma. Verðið jafnframt mjög sanngjarnt og staðið var við öll tilboð og verkinu skilað langt langt á undan væntum tíma. Jökulá gjörsamlega rokkar, mæli hiklaust með þeim.Til hamingju krakkar með frábærlega flott og framsækið fyrirtæki, ég hlakka til að vinna áfram með ykkur og fylgjast með ykkur blómstra”

Heiðveig María Einarsdóttir // A-Z

//Jökulá

Fyrsta skrifstofan

“Ég hef unnið mikið með þeim í //JÖKULÁ síðustu misserin. Verkefnin sem við höfum unnið saman hafa verið bæði fjölbreytt og flókin og hafa bæði kallað á sköpunargleði og nákvæmni. Í öll skiptin hef ég gert miklar kröfur til samstarfsins og þeim hefur alltaf verið mætt. Miklir meistarar.”

Unnar Helgi Daníelsson // D10 & Reykjavík Rocks

Fara efst á síðu