Jökulá hannaði umbúðir, firmamerki, bréfsefni og skilaboð auk þess sem við tókum myndir af umbúðunum fyrir markaðsefni.

Vörumerkið

Kryddhúsið flytur inn krydd beint frá kryddbændum víðsvegar að úr heiminum. Kryddin eru sérvalin, blönduð og þeim handpakkað til að tryggja raunveruleg gæði og alvöru bragð.

Kryddflokkarnir fjórir eru merktir með sterkum og áhugaverðum litum sem vekja athygli augans bæði í verslunum og heima fyrir.

Firmamerkið sjálft er nafn Kryddhússins í letri sem myndar tengingu milli Íslands og fjarlægra landa. Með einföldum formum, litum og letri segjum við sögu vörumerkis sem færir kryddin beint frá bónda í eldhúsin okkar.

Innblástur

Innblástur vörumerkisins kemur frá kryddmörkuðum Mið-Austurlanda þar sem framandi krydd standa hlið við hlið og skapa litríka upplifun.

Vörumerkið á ekki að fara fram hjá neinum. Rétt eins og kryddin leika við bragðlaukana, þá á vörumerkið að leika við augun, vekja athygli og koma skilaboðum sínum til skila skýrt og greinilega.

Framtíðin er björt og litrík hjá Kryddhúsinu!

næstu verkefni:
East West
Trippaly
Merking