Nordic Health Hackathon er samnorrænt hakkaþon haldið í Reykjavík og Helsinki í mars 2019. Markmið viðburðarins er að fá þátttakendur til að koma með og útfæra tæknilausnir til að hagnýta sjúkragögn fyrir persónumiðaðar heilsulausnir.

Heildarútlitið

Oft er tækifæri til að fara út fyrir kassann þegar heildarútlit er hannað fyrir viðburði. Eðli viðburðarins og markhópurinn gaf fullt tilefni til að fara skrefinu lengra og gera eitthvað enn meira öðruvísi í hönnun heldur en hægt er að leyfa sér með marga aðra viðburði. Tækifærið var nýtt til fulls og viðburðurinn markaður með lifandi „gif“ firmamerki (e. logo), áberandi gulum lit, bakgrunnsformi með vísun í kóða og kóðun, og letri og stíl sem á að vekja upp nostalgíu tilfinningu hjá flestum þeim sem eru fæddir fyrir aldamót.

Samfélagsmiðlaauglýsingar
Veggspjöld sem voru hengd upp í skólum á Norðurlöndum

Vefurinn

Vefur var settur upp til að kynna viðburðinn, veita helstu upplýsingar og hvetja til skráninga á viðburðinn. Vefurinn var sérhannaður og kóðaður frá grunni í Vue. Áhersla var á að gera upplifun notenda af vefnum skemmtilega, en til þess var sérstaklega notast við hreyfimyndagrafík (e. animation), en því til viðbótar voru nokkur „páskaegg“ falin á vefnum sem gera fundvísum notendum m.a. kleift að breyta útlitinu á vefnum með því að smella á rétta staði.

Fara á nordichealthhackathon.com

Útlit og hönnun vefsins vöktu mikla athygli og fékk vefurinn Honorable Mention frá awwwards sem við erum mjög stolt af.

næstu verkefni:
East West
Geothermal Business Consultants
Trippaly