Reykjavíkurborg sýndi fram á snjallar lausnir og bætta þjónustu við íbúa sína á UTmessunni með skemmtilegum og gagnvirkum bás.

Indriði til þjónustu reiðubúinn

UTmessan er einn stærsti viðburður á sviði upplýsingatækni á Íslandi þar sem tæknifyrirtæki sýna nýjustu lausnir fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga.

UTmessan var því frábær vettvangur til að sýna spjallmennið Indriða og önnur tækniundur á vegum Reykjavíkurborgar.

Framtíðin er pastel

Ímynduð framtíð Reykjavíkur var sköpuð í litríkri pastel-grafík.

Framtíðin inniheldur mörg dæmi um tækni sem Reykjavíkurborg hyggst innleiða eins og snjalla ljósastaura, hleðslustöðvar, deilihjól og snjallar ruslatunnur.

Lögð var áhersla á að setja ekki of mikið af framtíðar-elementum til að gera Reykjavík of framandi, passað var upp á að þrátt fyrir tæknina fengi náttúran að njóta sín, tré og græn svæði eru til jafns við byggingarnar og tæknina. Saman á þetta að mynda hughrif þess eðlis að þetta sé borg sem mann langar að búa í, græn, tæknivædd og skemmtileg.

Framtíðin á fleygiferð

Jökulá sá um að móta grafíkina fyrir bás Reykjavíkurborgar á UTmessu, hanna básinn sjálfan og allt innihald frá gjafavörum yfir í viðmótsgrafík á snertiskjám ásamt því að sjá um framendaforritun á gagnvirku efni.

Meðal innihalds gagnvirka efnisins var hreyfimyndagrafík sem sýndi betur fram á notagildi tækninnar. Hreyfimyndagrafíkin var bæði á stóra kortinu af framtíðar-Reykjavík og á upplýsingaskjá.

Talandi ruslatunna

Á UTmessunni setti Reykjavíkurborg upp snjalla ruslatunnu sem talaði við fólk þegar hún var notuð. Jökulá sá m.a. um að hanna grafíkina á snjallruslatunnunum. Samið var við Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóra, um að vera rödd ruslatunnunar en hann þurfti þó að ganga í gegnum strembið áheyrnarpróf eins og sjá má hér að neðan.

Myndbandið er gert af SAHARA.

Hver á að sjá um þetta rusl? Á ÉG að gera það!?
– Jón Gnarr

Orðaforði ruslatunnunnar

Jón Gnarr tók upp margar setningar fyrir ruslatunnuna, hér geturðu hlustað á brot af því besta en Jökulá sá um handritsgerð og leikstjórn í hljóðupptökunum.

Páskaeggin

Á stóra snertiskjánum var að finna nokkur páskaegg (e. easter eggs) eins og leikinn Ruslinator, sem Jökulá hannaði og forritaði.

Annað myndefni

Niðurstaðan

Bás Reykjavíkurborgar á UTmessu sló í gegn og mikill mannfjöldi safnaðist saman í básnum til að skoða, snerta og fræðast um framtíðarþjónustu Reykjavíkurborgar.

næstu verkefni:
Nordic Health Hackathon
East West
Geothermal Business Consultants